Deila

Gemmaq kynjakvarði á Kelduna

Kóði hefur í samstarfi við sprotafyrirtækið GEMMAQ, sem er í meirihluta eigu Freyju Vilborgar Þórarinsdóttur, unnið að kynjakvarða sem er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hvergi annars staðar hefur verið til sambærilegur vettvangur þar sem kynjahlutföllum í leiðtogastöðum fyrirtækja hefur verið varpað fram í sérstökum kynjakvarða. Freyja er sjálf hönnuðurinn á bakvið GEMMAQ kynjakvarðann en hann var fyrst birtur fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. 

Hvernig virkar GEMMAQ kynjakvarðinn?

Í dag metur kvarðinn fyrirtæki á alþjóðamarkaði eftir kynjahlutföllum í framkvæmdastjórn og stjórn, á grundvelli reitunar kerfis, og varpar ljósi á kynjahlutföllin eins og þau eru hverju sinni (e. on the spot). 

Einkunnir eru gefnar á skalanum 0-10, þar sem 10 er hæsta einkunnin, miðað við hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn og stjórn félagsins. Kvarðinn tekur til greina bæði kyn forstjóra og stjórnarformanns – sem reiknast jafnframt inn í GEMMAQ einkunn félags þegar kona gegnir stöðunni. Séu hlutföll í stjórnunarstöðum jöfn fær fyrirtækið 10, en ef engar konur gegna áðurnefndum stöðum fær fyrirtækið 0 í einkunn. 

  • Sjóvá varð fyrst skráðra fyrirtækja til að fá einkunnina 10 en það var í nóvember 2020.
  • Vörður náði svo einkunninni 10 í febrúar 2021 
  • Og sífellt fleiri fyrirtæki eru að hækka einkunnina sína.

Hvar er hægt að sjá einkunnir fyrirtækja?

Inni á vef Keldunar má sjá einkunnir allra fyrirtækja sem eru með skráða fjármálagerninga í Kauphöll Íslands (hlutabréf og skuldabréf) og óskráðra fyrirtækja sem hafa óskað eftir að fá einkunn þess birta á Keldunni. 

Á vef gemmaqratings.com má sjá GEMMAQ einkunnir og upplýsingar um kynjahlutföll meðal 500 stærstu fyrirtækjanna á Bandaríkjamarkaði (Fortune 500). 
Keldan býður íslenskum fyrirtækjum að kaupa notkunarleyfi sem gefur meðal annars leyfi til að nota GEMMAQ kynjakvarðann í kynningarefni fyrirtækisins og samfélagsskýrslum.

Deila