Genius nútímavæðir gagnavinnslu með vefþjónustum.

Aðgengileg gögn með vefþjónustu og í Excel

Kóði byggir vandaðar lausnir sínar og þjónustu á miðlun gæðagagna af markaði. En það er fyrst í vinnslu og miðlun gagnanna sem raunverulegt virði verður til. 

Þar kemur til sögunnar Genius, miðlunarlausn Kóða, en hún byggir á vefþjónustuhögun (e. server-based architecture).

Genius er þróað af Kóða til að fóðra eigin lausnir, sér í lagi KODIAK Excel, og sinnir nú milljónum fyrirspurna frá þúsundum notenda hvern einasta dag.

Nú getur þitt fyrirtæki nýtt möguleika Genius fyrir þína eigin gagnamiðlun. Margir viðskiptavinir Kóða hafa sett upp lausnina hjá sér.

 

Hvað er svona snjallt við Genius?

Helstu kostir Genius felast meðal annars í nútímalegri vefþjónustuhögun og einfaldri uppsetningu sem er aðgengileg fyrir öll fyrirtæki.

 

Vinnsla gagna

Með aðstoð innbyggðs/sérstaks gagnavinnsluforrits (Genius Process Manager) er hægt að tímasetja vinnslur, sækja reglulega tiltekin gögn og umbreyta þeim fyrir vistun í gagnagrunnum.

 

Lifandi upplýsingar í Excel þar sem þér hentar

Genius tengist gagnagrunnum, vöruhúsum gagna og viðskiptakerfum og gerir gögn úr þeim aðgengileg í Excel án fyrirhafnar eða forritunar.

Vefþjónustur Genius gera notendum kleift að vinna með gögn sín yfir netið hvar og hvenær sem þeim hentar. 

 

Framtíðin liggur í vefþjónustum og gagnalausnum

Með uppsetningu Genius eru tekin ákveðin skref í átt að vefþjónustuvæðingu gagnavinnslu og miðlunar. Þannig má til dæmis veita aðgang að áður lokuðum kerfum og gera þau aðgengileg nýjum notendum. 

Genius gerir fyrirtækjum kleift að samhæfa rekstur vefþjónusta sinna og tryggir einsleitni í högun og tækniumhverfi.

 

Helstu kostir Genius

  • Einfaldar og flýtir fyrir vefþjónustuvæðingu og uppbyggingu á þjónustumiðaðri högun.
  • Tryggir einsleitni í högun og tækniumhverfi.
  • Einfaldar dreifingu gagna og kemur gögnum í hendur notenda.
  • Nýtir núverandi þekkingu starfsmanna, bæði tæknimanna og endanotenda.
Hafðu samband

Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt kynna þér kerfið betur.

Hafðu samband

Helstu eiginleikar Genius

Vefþjónustuvæðing

Genius styður við vefþjónustuvæðingu sem auðveldar aðgengi að gögnum.

Ítarlegt eftirlitskerfi

Umsjónarmenn geta fylgst með virkni notenda í kerfinu, meðal annars hvaða gögnum er leitað að.

Öflugt aðgangs- stýringarkerfi

Stofnaðu notendur og notendahópa og veittu aðgang að einstökum þjónustum.

Einfaldari dreifing gagna

Genius samræmir og einfaldar söfnun og miðlun gagna.

Hafðu samband

Ertu með spurningu eða viltu nánari upplýsingar um Genius hugbúnaðinn? Sérfræðingar Kóða taka vel á móti öllum fyrirspurnum.

Athugið að nauðsynlegt er að fylla út stjörnumerkta reiti.

This field is for validation purposes and should be left unchanged.