Fullkomin yfirsýn yfir alla framvirka samninga á einum stað.

Umsýsla á framvirkum skulda-, hlutabréfa og gjaldeyris samningum
KODIAK Derivatives er umsýslukerfi fyrir framvirka samninga. Kerfið veitir yfirgripsmikla heildarsýn á raunstöðu framvirkra samninga. Hægt er að stofna, loka, og hlutaloka skulda-, hluta- og gjaldeyrissamningum.
Raunstaða samninga reiknuð út frá markaðsgögnum
Hægt að fylgjast með stöðu samninga í rauntíma miðað við markaðsgögn frá Nasdaq OMX kauphöllinni. Kerfið sýnir nákvæma þróun skuldaleggs og bréfaleggs samningsins, heldur utan um arð- og vaxtagreiðslur og útgáfu jöfnunarhlutabréfa, og reiknar út frá því markaðsvirði samningsins í rauntíma.
Hægt er að stofna framvirka samninga út frá viðskiptum í KODIAK Oms.