
Greining á pantanabók
Hægt að skoða hvernig pantanabókin leit út á hverjum tíma
Kerfið hentar verðbréfafyrirtækjum, eftirlitsaðilum og öðrum þátttakendum á verðbréfamarkaði.
Greining
Markaðsaðilar geta greint verðbréfaviðskipti. Hægt er að skoða allar pantanir og sögu þeirra og hvernig pantanabókin var uppbyggð á hverjum tímapunkti. Einnig er hægt að sjá öll viðskipti og sannreyna bestu framkvæmd viðskipta. Kerfið sýnir hvaða verðbréfafyrirtæki voru aðilar að viðskiptum.
Eftirlit
Aðilar að Kauphöll Íslands geta vaktað og fylgst með verðbréfaviðskiptum sem tilheyra þeim og brugðist við viðskiptum sem verða utan vikmarka. Oft eiga viðskipti utan vikmarka eðlilegar skýringar og með eftirlitskerfinu er hægt að bregðast strax við með því að greina og skrá útskýringar við frávik með skipulegum og rekjanlegum hætti. Kerfið vaktar yfir 30 tegundir af mögulegum frávikum á verðbréfaviðskiptum.
Hagkvæm lausn
KODIAK Sigti er hagkvæm lausn sem stenst samanburð við kostnaðarsöm erlend kerfi.
KODIAK Sigti
Innskrá í KODIAK Sigti