Heildstæð viðskiptalausn fyrir verðbréfafyrirtæki.

Fullkomin yfirsýn yfir öll viðskipti á einum stað

KODIAK Oms er heildstætt viðskiptakerfi fyrir fjármálafyrirtæki sem vilja eiga viðskipti í norrænum kauphöllum.  Með KODIAK Oms hefur þú fullkomna yfirsýn yfir allar pantanir og sölur í rauntíma á einum stað.

 

Markaðsupplýsingar í rauntíma

Með KODIAK Oms hafa notendur greiðan aðgang að öllum helstu markaðsupplýsingum frá Nasdaq OMX kauphöllinni í rauntíma.  Í kerfinu er meðal annars hægt að skilgreina vöktunarlista og fá upplýsingar um viðskipti um leið og þau gerast.

 

Allt ferli pantana í einni pantanabók

KODIAK Oms gerir framlínufólki og miðlurum kleift að halda utan um pantanir og afgreiðslur þeirra í einni pantanabók. Það sparar tíma og fækkar villum að þurfa ekki að nota aðskilin kerfi til að móttaka og framkvæma pantanir fyrir viðskiptavini.

 

Fullkominn rekjanleiki

Með KODIAK Oms er einfalt að leita nákvæmlega í gegnum pantanasögu viðskiptavinar, allt frá móttöku pöntunar til frágangs í bakvinnslu. Slíkur rekjanleiki er mikilvægur ef álitamál koma upp varðandi framkvæmd viðskipta. 

 

Tengingar við önnur kerfi

Með API tengingum getur KODIAK Oms tekið við pöntunum úr öðrum kerfum eins og sölukerfum sjóða. Einnig getur kerfið tengst bakvinnslu- og viðskiptamannakerfum, MiFID II og eftirlitskerfi Nasdaq. 

Fjármálafyrirtæki geta einnig tengt netbanka og applausnir við markaðinn í gegnum API tengingu.

 

FIX tengingar við markaði eða fjármálafyrirtæki

KODIAK Oms getur tengst við hvaða kauphöll og verðbréfakerfi sem er með FIX tengingum.  Það er smá vinna að tengjast nýjum aðilum – en við höfum gert það oft.

 

Hlítni við MiFID II og MiFIR

Viðskiptin í gegnum KODIAK Oms tryggir hlítni við kröfur sem gerðar eru til verðbréfaviðskipta samkvæmt MiFID og MiFIR regluverkunum. 

 

Öruggur uppitími þegar mest á reynir

Þegar mikið liggur við og viðskipti þurfa að ganga hratt í gegn skiptir uppitími kerfisins mjög miklu máli. KODIAK Oms er að hluta vistað í skýjaumhverfi sem tryggir hnökralausa á virkni þegar mest ríður á og hlutirnir mega ekki klikka.

 

Helstu kostir KODIAK Oms:

  • Öll viðskipti og pantanir í rauntíma á einum stað, í einni pantanabók.
  • Betri ákvarðanir með rauntíma markaðsupplýsingum og frá Nasdaq OMX kauphöllinni.
  • Fullkominn rekjanleiki viðskipta frá móttöku pantana til afgreiðslu í bakvinnslukerfum.
  • Stöðugur uppitími tryggður með skýjarekstri.
  • Sveigjanlegt og einfalt viðmót sem hægt er aðlaga að eigin þörfum.

KODIAK Oms er háþróað viðskiptakerfi fyrir sölufólk og miðlara sem er í stöðugri þróun og endurskoðun í takt við breytingar í viðskipta- og lagaumhverfi.

 

Fyrir hvern er KODIAK Oms?

Fyrir viðskiptavaka, verðbréfamiðlara, starfsmenn í eignastýringu, bakvinnslu og regluvörslu, og framlínustarfsmenn.

Viltu vita meira um KODIAK Oms?

Hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Hafðu samband

Notendaþjónusta og handbækur

Notendahandbók

Helstu eiginleikar KODIAK Oms

Lifandi markaðsgögn

Fáðu upplýsingar um nýjustu viðskipti í Nasdaq OMX um leið og þau gerast .

Stöðugur uppitími

Til að tryggja hámarks uppitíma og lágmarks viðhald er KODIAK Oms að hluta hýst í skýinu.

Tengingar við önnur kerfi

API tenging veitir aðgengi að öðrum kerfum; bakvinnslukerfi viðskiptamannakerfi, sölukerfi sjóða, MiFID II og eftirlitskerfi Nasdaq.

Dagslokaverð

Fáðu upplýsingar um opinbert dagslokaverð í Kauphöll Íslands með einfaldri leit.

Tengingar við markaðsaðila

Nasdaq INET, Nasdaq Genium INET, APA, Bloomberg, NYFIX, Market Axxess, KODIAK DMA og sérsniðnar FIX tengingar.

API tenging fyrir netbanka og öpp

Fjármálafyrirtæki geta tengt netbanka og öpp við kauphöll.

Viðskiptavakar

Sérsniðnar aðgerðir fyrir viðskiptavaka til að halda úti viðskiptavakt og setja fram kaup- og sölutilboð í félög á markaði.

Fullkominn rekjanleiki viðskipta

Algjör rekjanleiki pöntunar; frá því hún berst miðlara, til þess að hún leiðir til viðskipta á markaði og er úthlutað á verðbréfasafn viðskiptavinar.

Pantanir starfsmanna

Kerfið getur haldið utan um pantanir starfsmanna. Starfsmenn senda beiðni til regluvörslu um að fá leyfi fyrir viðskiptum. Eftir að leyfi er veitt er hægt að senda pantanir úr vefviðmóti beint til miðlara.

Ertu með fyrirspurn vegna KODIAK Oms?

Skráðu nafn, netfang og tegund fyrirspurnar. Við höfum samband til baka eins fljótt og við getum.

Name(Required)
This field is for validation purposes and should be left unchanged.