Deila

Nýir kaupsamningar aðgengilegir á Keldunni

Allir þinglýstir kaupsamningar til 13. maí sl. eru nú aðgengilegir á Keldan.is og bætast þeir við stórt safn samninga allt frá árinu 2006.

Á vef Keldunnar er á einfaldan hátt hægt að leita eftir heimilisfangi fasteigna, hvort sem um ræðir íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði. Þar eru helstu upplýsingar aðgengilegar úr kaupsamningum sem fengnar eru frá Þjóðskrá Íslands.

Meðal þeirra upplýsinga sem aðgengilegar eru úr kaupsamningum má nefna síðasta kaupverð, sem vel getur nýst þeim sem eru í fasteigna hugleiðingum og vilja fá tilfinningu fyrir markaðnum. Einnig má leita eftir nýlegum kaupsamningum á sambærilegum eignum sem viðmið í því samhengi.

Kaupsamningar eru nú aðgengilegir undir Gagnaleit í aðalvalmynd Keldunnar.

Þá hefur Keldan einnig hleypt af stokknum leitarsíðu með öllum þinglýstum leigusamningum frá árinu 2006. Leigusamningarnir eru ýmist um íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði.

Kíktu á Keldan.is og undir Gagnaleit finnur þú kaup- og leigusamninga.

Deila