Notkunarskilmálar fyrir KODIAK Excel

KODIAK Excel er viðbót fyrir Microsoft Excel sem gerir notendum kleift að sækja lifandi markaðsgögn beint inn í Excel skjöl sín. Með notkun KODIAK Excel samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

1. Notkunarleyfi

Notendum er veitt takmarkað, óframseljanlegt leyfi til að nota KODIAK Excel í samræmi við skilmála þessa. Leyfið heimilar ekki:

  • Endursölu eða dreifingu hugbúnaðarins.
  • Breytingar eða afleidd verk byggð á hugbúnaðinum.
  • Afkóðun hugbúnaðarins (reverse engineering).

2.  Áskrift og greiðslur

KODIAK Excel er í boði í nokkrum mismunandi áskriftarleiðum, til að mæta þörfum notenda. Nánari upplýsingar um áskriftir og verð má finna á vefsíðu Kóða. Greiðslur fyrir áskriftir eru óendurkræfar nema annað sé tekið fram.

Notendur geta sagt upp áskrift að KODIAK Excel hvenær sem er, með tveggja mánaða uppsagnarfresti sem hefst næstu mánaðamót eftir tilkynningu.

3. Gögn frá þriðja aðila

KODIAK Excel veitir aðgang að gögnum frá þriðja aðila, svo sem Nasdaq OMX Nordic og Seðlabanka Íslands. Kóði ehf. ber ekki ábyrgð á áreiðanleika eða framboði þessara gagna.

4. Takmörkun ábyrgðar

Aðgangur að KODIAK Excel er veittur án nokkurra ábyrgða. Kóði ehf. ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem kann að hljótast af notkun hugbúnaðarins.

5. Persónuvernd

Við notkun KODIAK Excel geta persónuupplýsingar verið skráðar í samræmi við gildandi reglur um persónuvernd. Persónuverndarstefnu Kóða fjallar nánar um ástæður gagnasöfnunar og hvernig slík gögn eru meðhöndluð.

6. Breytingar á skilmálum

Kóði ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Breytingar taka gildi við birtingu á heimasíðu Kóða. Notendur eru hvattir til að skoða skilmálana reglulega.

7. Lög og varnarþing

Þessir skilmálar lúta íslenskum lögum. Rísi ágreiningur vegna þeirra skal hann rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.