Vaktaðu fyrirtæki á Keldunni

Fyrirtækjavakt Keldunnar gerir þér kleift að fá tilkynningu senda um breytingar á fyrirtækjum sem þú hefur áhuga á. Þessi þjónusta er hluti af áskrift Keldunnar og veitir aðgang að mikilvægustu upplýsingum í ársreikningaskrá, hlutafélagaskrá og Lögbirtingablaðinu.
Fyrirtækjavaktin er öflugt kerfi sem sendir tilkynningu með tölvupósti þegar breytingar verða á opinberri skráningu. Notendur hafa kost á að vakta ótakmarkaðan fjölda fyrirtækja.
Nýir ársreikningar – Fáðu tilkynningu þegar fyrirtæki birtir nýjan ársreikning
Breytingar í Hlutafélagaskrá – Fáðu tilkynningu þegar breytingar verða á gildandi skráningu, t.d. stjórn eða prókúruhöfum
Lögbirtingarblaðið – Fáðu tilkynningu þegar fyrirtæki kemur við sögu í lögbirtingum

Hvað fleira er innifalið í áskrift að Keldunni?
Innslegnar lykiltölur Fjárhagsupplýsingar nær allra fyrirtækja á Íslandi þar sem lykilupplýsingum er safnað og þær gerðar aðgengilegar og læsilegar. Gögn úr ársreikningum yfir 30.000 íslenskra fyrirtækja. Helstu lyklar úr rekstrar-, efnahagsreikningi og sjóðstreymi.
Gögn úr opinberum skrám Hlutafélaga-, Fasteigna-, Ökutækja-, og Þjóðskrá, hlutafélagaþátttaka, og lögbirtingar. Þar af, aðgangur að veðböndum, þinglýstum skjölum, eignastöðu einstaklinga og lögaðila, o.s.fv.
Fréttavaktin Tilkynningar sendar með tölvupósti þegar orð eða orðasambönd sem skráð eru í vöktun koma fyrir í fréttum.
Verðmat fyrirtækja Verðmatsvél Keldunnar er ætlað að sýna virði fyrirtækja sem byggt er á núvirtu áætluðu sjóðstreymi til eilífðar í íslenskum krónum.
Samanburður fyrirtækja Öflugt tól til samanburðar á lykiltölum fyrirtækja. Samanburð er hægt að framkvæma á allt að 10 fyrirtækjum í einu.
Áreiðanleikakannanir KYC kerfið gerir notendum kleift að framkvæma áreiðanleikakannanir á einfaldan hátt og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum, lögaðilum og einstaklingum. Aðgangur að kerfinu er innifalinn í áskrift að Keldunni.
Áskrift að Keldunni er fyrir alla sem vilja hafa greiðan aðgang að gögnum og upplýsingum á einum stað fyrir sanngjarnt verð.
Hér má skrá sig í áskrift að Keldunni.