Deila

Félögum skylt að halda skrá yfir hluthafa sína

Öllum félögum sem byggja á þátttöku hluthafa ber samkvæmt lögum að halda skrá yfir hluthafa sína, svokallaða hlutaskrá (sem einnig er stundum köllum hluthafaskrá eða hluthafalisti). Fyrirtækjaskrá getur krafið stjórnendur félaga um úrbætur við hverskyns vanrækslu að viðlögðum dagsektum.

Hluthafaskrá.is auðveldar félögum að halda utan um þetta mikilvæga skjal með skipulegum og aðgengilegum hætti. Kerfið aðstoðar félög við að uppfylla lagaskyldur sínar auk þess að einfalda utanumhald með margvíslegum hætti.

Skráning og eignarréttindi

Í einkahlutafélögum eru ekki gefin út nein hlutabréf sem tilgreina eignarhald hluthafa í félaginu, hvorki á pappírsformi né með rafrænni skráningu. Tilgreining eignarhalds hluta í félaginu byggir því alfarið á skráningu í hlutaskrá og getur enginn talist hluthafi í félaginu nema viðkomandi hafi verið skráður í hlutaskrá. Merkja þarf hvern hlut með raðnúmeri og þurfa raðnúmerin að fylgja hlutum í gegnum allar breytingar.

Uppfærð og söguleg skráning

Stjórnum félaga ber að halda rétta og uppfærða hlutaskrá þannig að ljóst sé hverjir eru eigendur félags á hverjum tíma og hverjar breytingar hafi orðið á hluthöfum í gegnum tíðina. Hluthafaskrá.is heldur utan um allar breytingar á hluthöfum og eignarhlutum þeirra. Hluthafaskrá.is auðveldar jafnframt félögum að uppfylla lagakröfur um að hlutaskrá skuli hluthöfum aðgengileg og þeim heimilt að kynna sér efni hennar.

Arðgreiðslur og réttindi

Arðgreiðslur eru greiddar til þess hluthafa sem skráður er í hlutaskrá á útborgunardegi og því mikilvægt að skráningin sé bæði rétt og uppfærð. Hluthafaskrá.is auðveldar jafnframt umgjörð arðgreiðslna m.t.t. skila á hlutafjármiðum og greiðslu fjármagnstekjuskatts.

Boðanir á hluthafafundi

Félögum ber að boða alla þá sem skráðir eru í hlutaskrá félagins til hluthafafundar. Með skýru yfirliti yfir hluthafa félagsins, heimilisföng þeirra og tengiliðsupplýsingar hverju sinni auðveldar Hluthafaskrá.is fundarboðun og tryggir að allir hluthafar fá fundarboð.

Réttindi þriðju aðila

Í hlutaskrá ber jafnframt að skrá öll réttindi sem þriðju aðilar kunna að njóta yfir hlutafé, t.d. ef hlutafé hefur verið veðsett. Hlutahafaskrá.is auðveldar stjórn félagsins að halda skipulega utan um slíkar skráningar.

Raunverulegir eigendur

Félögum ber að halda skráningu um raunverulega eigendur félagsins á hverjum tíma og þarf að upplýsa stjórnvöld um breytingar á endanlegu eignarhaldi. Hluthafaskrá.is er kjörið tól til utanumhalds raunverulegs eignarhalds og skráningar breytinga á því.

Að skrá þitt félag í Hluthafaskrá.is

Einfalt er að skrá hlutaskrá félagsins í Hluthafaskrá.

  1. Stjórnarformaður eða prókúruhafi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.
  2. Notandi býr til aðra notendur í kerfinu.
  3. Notendur stofna hlutaskrá og ráðstafa hlutum.

Félög með 1-9 hluthafa nota kerfið frítt og greiða aðeins vægt gjald fyrir skil á hlutafjármiðum og fjármagnstekjuskatti af arði til RSK í gegnum kerfið.

Félög með 10< hluthafa greiða 39.000 kr. án vsk. á ári eða 3.250 kr. án vsk. á mánuði.

Frekari leiðbeiningar má finna í notendahandbók um skráningu félaga í Hluthafaskrá. Einnig má hafa samband á [email protected].

Deila