Deila

Ný fréttavakt Keldunnar innifalin í áskrift

Fréttavakt Keldunnar er nú aðgengileg áskrifendum sem geta vaktað helstu fréttamiðla landsins á einfaldan og skilvirkan hátt. Það getur verið mikilvægt að fara ekki á mis við umfjöllun um ýmis málefni sem skipt geta reksturinn máli.

Með fréttavakt Keldunnar geta áskrifendur vaktað allt að 10 orð eða orðasambönd og þegar fréttir eru birtar sem innihalda orð í vöktun er tilkynning þess efnis send með tölvupósti.

Fréttavaktin nær til fyrirsagna og textabúta, eða eins og þær birtast á Keldunni.

Áskrift að Keldunni

Mánaðargjald fyrir áskrift að Keldunni er aðeins 4.900 kr. +vsk fyrir allt að 4 notendur.

Annað sem innifalið er í áskrift:

INNSLEGNAR LYKILTÖLUR
Gögn úr ársreikningum yfir 30.000 íslenskra fyrirtækja. Helstu lyklar úr rekstrar- og efnahagsreikningi og sjóðstreymi fyrirtækja. Ótakmarkaðar flettingar innifaldar.

SAMANBURÐUR FYRIRTÆKJA
Öflugt greiningartól til samanburðar á lykiltölum fyrirtækja. Berðu saman allt að 10 fyrirtæki í einu.

HELSTU OPINBERU SKRÁR
Ársreikninga- og fyrirtækjaskrá RSK, Fasteignaskrá og verðvísir fasteigna, Ökutækjaskrá, Þjóðskrá og aðild einstaklinga ásamt Lögbirtingablaðinu.

VÖKTUN Á FYRIRTÆKJUM
Engin takmörk á fjölda fyrirtækja í vakt. Fáðu tilkynningar ef breytingar verða á niðurstöðum í ársreikningum, fyrirtækjaskrá eða lögbirtingum.


Sjá einnig: Fjárhagsupplýsingar um íslensk fyrirtæki

Deila