Deila

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 er komið út

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri er blað sem Keldan og Viðskiptablaðið gefa út árlega til heiðurs fyrirtækjum með sterkan rekstur. Fyrirtæki sem uppfylla skilyrðin í ár telja 1.720 en þar af eru 29 opinber félög. Auk lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki eru í blaðinu fjölmörg viðtöl, greiningar og fróðlegt talnaefni.

Efstu fimm fyrirtækin á listanum í ár eru:

  1. Arion banki hf.
  2. Íslandsbanki hf.
  3. Reitir fasteignafélag hf.
  4. Embla Medical hf.
  5. Heimar hf.

Rekstrarárin 2024 og 2023 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2022. Þá eru aðrir þættir einnig metnir af Keldunni og Viðskiptablaðinu, til að mynda skil á ársreikningi og rekstrarform.

  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 50 milljónir króna
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 90 milljónir króna
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%

Blaðið er opið öllum og hér má nálgast pdf-útgáfuna.

Hægt er að skoða listann í heild sinni og panta vottun á vef Keldunnar.

Við óskum öllum fyrirmyndarfyrirtækjum 2025 til hamingju með áfangann!

Deila