Deila

Keldan App: Verðbréfamarkaðurinn í rauntíma

Í verðbréfaviðskiptum er mikilvægt að hafa gott aðgengi að nýjustu og bestu markaðsupplýsingum, hvar og hvenær sem er. 

Með áskrift að Keldan App er meðal annars hægt að fylgjast með gengi verðbréfa og gjaldmiðla í rauntíma, sem og viðskiptafréttum og tilkynningum markaðsaðila um leið og þær birtast. 

Ítarlegar upplýsingar um verðbréfamarkaðinn eru fáanleg í sérsmíðuðu appi með áskriftarfyrirkomulagi. 

Með áskrift að Keldan App færð þú rauntíma upplýsingar um:

  • Hlutabréf og skuldabréf
  • Hagstæðustu kaup- og sölutilboð
  • Öll viðskipti innan dagsins 
  • Rauntímavakt og tilkynningar
  • Gengi gjaldmiðla
  • Viðskiptafréttir
  • Norrænar vísitölur
  • Vexti

Fyrir hverja er Keldan App?

Keldan App er bæði fyrir almenning og sérfræðinga sem vilja nálgast rauntíma markaðsupplýsingar og fréttir úr viðskiptalífinu á einum stað. Keldan býður upp á nokkrar áskriftarleiðir í appinu til að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina.

Freemium áskrift

Frí útgáfa af Keldan App veitir þér markaðsgögn með 15 mínútna seinkun og stöðugt streymi viðskiptafrétta frá helstu miðlum landsins.

Premium áskrift

Einstaklingar geta sótt Keldan App og fengið Premium áskrift með rauntíma markaðsgögnum í gegnum App Store eða Google Play.

Gull áskrift

Fyrirtæki og einstaklingar sem vilja meiri markaðsdýpt og enn ítarlegri upplýsingar um markaðinn í rauntíma geta fengið Gull áskrift með því að hafa samband við Kelduna.

Mánaðargjald fyrir Keldan App Premium er frá 19.83 USD en nánari upplýsingar um áskriftarleiðir og verð má sjá á Keldan.is.

Deila