Deila

PEP listi Keldunnar væntanlegur

Keldan hefur hafið undirbúning á svokölluðum PEP lista yfir einstaklinga með stjórnmálaleg tengsl auk tengdra aðila sem skilgreindir eru af stjórnvöldum. Listinn mun nýtast þeim aðilum sem hafa heimild til við framkvæmd áreiðanleikakönnunar á eigin viðskiptavinum með lægri tilkostnaði en þekkist á markaðnum í dag.

Þeir einu sem munu hafa aðgang að PEP lista Keldunnar eru tilkynningarskyldir aðilar (bankar, bókhaldsstofur, lögmenn, og fleiri) sem bera lagaskyldu til að hafa aukið eftirlit með þeim viðskiptavinum sínum sem teljast hafa stjórnmálaleg tengsl. Lögum samkvæmt eru einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Þá fellur nánasta fjölskylda þeirra og nánir samstarfsmenn einnig í þann flokk að vera með stjórnmálaleg tengsl.

Grundvallarforsenda fyrir því að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt aukið eftirlit er að hafa réttar upplýsingar um hverjir teljist hafa stjórnmálaleg tengsl. Það er kostnaðarsamt, tímafrekt og erfitt (ef ekki ómögulegt) fyrir þessa aðila að halda utanum slíka lista sjálfir. Listinn er því ætlaður til að aðstoða tilkynningarskylda aðila að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á þeim.

Sambærilegir listar eru til út um allan heim enda er að finna sambærilega lagaskyldu í flestum löndum. Slíkir listar eru í eðli sínu notaðir til að minnka líkur á peningaþvætti.

Hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga hefur verið höfð hliðsjón af leiðbeiningum Persónuverndar í fyrirliggjandi málum um rekstur slíkra lista.

Keldan hefur sent út bréf þar sem einstaklingum hefur verið tilkynnt um fyrirhugaða skráningu á PEP lista. Þar er aðilum gefið tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum eða óska eftir leiðréttingu áður en viðkomandi verður skráður á listann.

Áreiðanleikakönnun

Keldan og Hluthafaskra.is halda úti einföldu og skilvirku kerfi þar sem tilkynningarskyldir aðila framkvæma áreiðanleikakönnun og öðlast góða yfirsýn á viðskiptavinum sínum, lögum samkvæmt.

Hvað er innifalið í kerfinu?

 • Áreiðanleikakönnun á lögaðilum og einstaklingum
 • Áreiðanleikakönnun á erlendum aðilum
 • Gildandi skráning sótt úr Hlutafélagaskrá ásamt raunverulegum eigendum
 • Spurningalisti sendur út úr kerfinu
 • Rafræn innskráning viðskiptavina
 • Svör við spurningum móttekin
 • Skráning áhættumats handvirkt eða sjálfvirkt
 • Skjöl hengd við hverja áreiðanleikakönnun
 • Sjálfvirk leit í PEP lista (stjórnmálaleg tengsl)
 • Sjálfvirk áminning þegar ákveðinn tími er liðinn frá síðustu könnun
 • Góð heildstæð yfirsýn á viðskiptavinum


Hvað kostar kerfið?

Kostnaður við framkvæmd og utanumhald á áreiðanleikakönnunum ætti ekki að vera íþyngjandi, sem einmitt var kveikjan að því að Keldan og Hluthafaskrá fóru í þá vegferð að bjóða viðskiptavinum sínum KYC kerfi á sanngjörnu verði.

Fastur kostnaður

Breytilegur kostnaður

 • Framkvæmd áreiðanleikakönnun, lögaðilar – 1.190 kr. +vsk.
 • Framkvæmd áreiðanleikakönnun, einstakl. – 390 kr. +vsk.
 • PEP listi, uppfletting per félag – 195 kr. +vsk.

Fyrir nánari upplýsingar eða fyrirspurnir má senda póst á [email protected].

Deila