Nýtt í KODIAK Excel: Stjórn, framkvæmdastjórn, prókúruhafar og eigendur

Hlutafélagaskrá er ný viðbót við gagnaflóruna sem er í boði í KODIAK Excel. Með einföldum hætti er hægt að kalla fram framkvæmdastjórn, stjórnarmenn, stjórnarformann, prókúruhafa og raunverulega eigendur innan úr Excel.
Hlutafélagaskrá fylgir Financials gagnapakkanum í KODIAK Excel en í honum eru upplýsingar úr ársreikningum allra íslenskra fyrirtækja. Með aðgangi að þessum gögnum geta notendur greint íslensk fyrirtæki og heilu atvinnugreinarnar án þess að fara úr Excel umhverfinu.
Þeir notendur sem nú þegar eru með aðgang að Financials pakkanum geta uppfært KODIAK Excel viðbótina til þess að fá aðgang að Hlutafélagaskrá.
Hér má finna dæmaskjal með föllum sem kalla í Hlutafélagaskrá.

Almennt um KODIAK Excel
KODIAK Excel er viðbót (e. add-on) sem tengir Microsoft Excel við gagnagrunna Kóða. Með viðbótinni fylgja föll (e. functions) og runur (e. data sets) sem auðvelt er að kalla í innan úr hvaða Excel skjali sem er.
Hér má finna frekari upplýsingar um KODIAK Excel viðbótina.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér KODIAK Excel og Hlutafélagaskrá geta haft samband og fengið prufuaðgang.