Deila

Skil á hlutafjármiðum: skilvirkasta leiðin

Nú styttist í að félög þurfi að skila inn hlutafjármiðum til skattyfirvalda fyrir árið sem er að líða, en skilatímabil hlutafjármiða er 1-20. janúar 2023.

Hluthafaskra.is býður fyrirtækjum og þjónustuaðilum upp á að skila hlutafjármiðum í kerfinu beint til RSK á einfaldan og skilvirkan hátt. Kerfið býr til hlutafjármiða út frá hluthafaskrá félagsins og arðgreiðslum í lok tekjuársins og notandi þarf því einungis að muna eftir því skila þeim inn.

Bókhaldsstofur spari sér verðmætan tíma

Hægt er að skila inn öllum hlutafjármiðum fyrir öll félög með nokkrum smellum!

Með Hluthafaskrá geta bókhaldsstofur meðal annars haldið hlutahafaskrá viðskiptavina sinna og skráð arðgreiðslur. Ef utanumhald er rétt og færslur uppfærðar við lok árs er hægt að skila inn hlutafjármiðum allra viðskiptavina í einu, beint til RSK á örfáum mínútum.



    Frekari leiðbeiningar má finna í notendahandbók um skil á hlutafjármiðum. Einnig má hafa samband á [email protected].

    Deila