Fjártæknivörur Kóða
Kóði þróar fjártæknilausnir fyrir fjármálafyrirtæki og fyrirtæki á almennum markaði. Vöruframboðið er í sífelldri þróun áherslan er alltaf á að auka skilvirkni.
Markaðsgögn og greiningartólVerðbréfakerfi og regluvarsla
Skýjalausnir
Markaðsgögn og greiningartól
Innlend og erlend markaðsgögn, greiningar og fréttir í rauntíma á vef, í appi, beint í Excel eða í gegnum API.
Vörur í flokki markaðsgagna og greiningartóla henta meðal annars starfsmönnum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga, rekstraraðilum verðbréfa- og lífeyrissjóða sem og fjármálastjórum fyrirtækja og fjárfestum.
Verðbréfakerfi og regluvarsla
Útboð og viðskipti með hlutabréf, skuldabréf, gjaldmiðla og afleiðusamninga með tengingu við kauphallir. Kerfi fyrir eftirlit með verðbréfaviðskiptum og könnun á viðskiptavinum.
Vörur í flokki verðbréfakerfa og regluvörslu henta aðallega fyrirtækjum á verðbréfamarkaði.
Skýjalausnir
Upplýsingaveita fyrir atvinnulífið, fréttavakt, greining ársreikninga, hluthafaupplýsingar og skil á gögnum til yfirvalda.
Vörur í flokki skýjalausna henta bæði einstaklingum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.