Tilkynningaþjónusta Keldunnar (e. Keldan Newswire)

Keldan tilkynningar er ný þjónusta sem býður upp á miðlægan, öruggan og skilvirkan vettvang til að birta kauphallartilkynningar á jafnræðisgrundvelli. Þjónustan er sérhönnuð með þarfir íslensks fjármálamarkaðar í huga.
Samþætt og áreiðanleg dreifing
Tilkynningar sem sendar eru í gegnum þjónustuna eru birtar samtímis í eftirfarandi kerfum:
- CNS kerfi Nasdaq, fyrir birtingu á vef NASDAQ Iceland.
- CSF kerfi Nasdaq / OAM kerfi Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, miðlægt geymslukerfi fyrir opinberar tilkynningar.
- Keldan.is, forsíða Keldunnar
Auk þess geta útgefendur sent tilkynningar áfram til viðtakenda á borð við fjölmiðla.
Helstu eiginleikar
- Rauntímadreifing kauphallartilkynninga í samræmi við kröfur.
- Notendavænt vefviðmót og stjórnborð fyrir skráningu, útgáfu og rekjanleika.
- Áreiðanleg tækni og öryggiskröfur, m.a. dulkóðun, atburðaskráning og hýsing í einangruðu AWS-umhverfi.
- Ótakmarkaður fjöldi notenda og tilkynninga, ásamt aðgangsstýringu, tveggja þátta auðkenningu.
- Útgáfa tilkynninga á íslensku og ensku.
- Samkeppnishæf verðlagning sem skákar öðrum sambærilegum þjónustum.
Keldan ehf.
s. 510-1050