Deila

2023: breytingar á verðum og hagstærðum

Keldan tók saman verðbreytingar á hlutabréfum, skuldabréfum, vísitölum, gjaldmiðlum og hrávörum ásamt breytingum á ýmsum mikilvægum hagstærðum fyrir árið 2023.

Markmiðið er að varpa ljósi á ávöxtun eigna þvert á eignaflokka og hvernig mikilvægar hagstærðir breyttust í samanburði.

Hlutabréf

Upp úr standa hlutabréf Amaroq Minerals (AMRQ) og Ölgerðarinnar (OLGERD) sem bera höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í kauphöllinni. Verðbreyting AMRQ nam 52,87% á árinu og OLGERD 45,93%.

Gjaldmiðlar

Gengi krónu styrktist gagnvart helstu gjaldmiðlum, mest um 7,56% í norskri krónu, en veiktist þó um 1,1% gagnvart pundinu (GBP).

Hagstærðir

12 mánaða verðbólga hjaðnaði um 1,9 prósentustig og endaði hún árið í 7,7% á meðan stýrivextir voru hækkaðir um 325 punkta. Farþegum sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 26% og um áramótin hækkaði heildarmat fasteigna á landsvísu um 11,7%.

Hrávörur

Nokkur munur var á verðbreytingum hrávara en meðalverð á óslægðum þorski, mælt í krónum á kílóið, hækkaði um 25,6%, á meðan álverð stóð í stað. Þá lækkaði olíuverð um 10,25%.

Deila