Deila

Arðgreiðsla framundan? Einfaldari skil á fjármagnstekjuskatti af arði til RSK

Fyrirtæki geta á einfaldan og skilvirkan hátt skilað fjármagnstekjuskatti af arði rafrænt beint til RSK með Hluthafaskra.is.

Í Hluthafaskrá getur stjórnarmaður eða prókúruhafi félags stofnað aðgang og ráðstafað öllum hlutum og deilt aðgangi til annarra hluthafa og hagsmunaaðila. Kerfið er hannað til að auðvelda félögum allt utanumhald sem tengist skiptingu og skráningu hluta.

Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti af arði til RSK

Arðgreiðslur eru fyrst skráðar í Hluthafaskrá með skráningu heildarupphæðar, arðréttindadags og arðgreiðsludags fyrir hvern flokk áður en greiðslum er skipt niður á hluthafa. Arðgreiðslur eru greiddar til þess hluthafa sem skráður er í hlutaskrá á útborgunardegi og því mikilvægt að skráningin sé bæði rétt og uppfærð.

Hluthafaskrá.is auðveldar umgjörð arðgreiðslna og er staðgreiðsla af arði reiknuð af kerfinu miðað við hlutfall fjármagnstekjuskatts og skilað til ríkisskattstjóra með einfaldri aðgerð.

Að skrá þitt félag í Hluthafaskrá.is

Einfalt er að skrá hlutaskrá félagsins í Hluthafaskrá.

  1. Stjórnarformaður eða prókúruhafi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.
  2. Notandi býr til aðra notendur í kerfinu.
  3. Notendur stofna hlutaskrá og ráðstafa hlutum.

Félög með 1-9 hluthafa nota kerfið frítt og greiða aðeins vægt gjald fyrir skil á hlutafjármiðum og fjármagnstekjuskatti af arði til RSK í gegnum kerfið.

Félög með 10< hluthafa greiða 39.000 kr. án vsk. á ári eða 3.250 kr. án vsk. á mánuði.

Frekari leiðbeiningar má finna í notendahandbók um skráningu félaga í Hluthafaskrá. Einnig má hafa samband á [email protected].

Sjá einnig: Félögum skylt að halda skrá yfir hluthafa sína

Deila