Deila

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021 er komið út

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri er blað sem Keldan og Viðskiptablaðið gefa út árlega til heiðurs fyrirtækjum með sterkan rekstur. Auk lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki eru í blaðinu fjölmörg viðtöl, greiningar og fróðlegt talnaefni.

Þessi fyrirtæki telja nú 1.019, en voru 1.105 í fyrra. Fækkunina má að öllum líkindum rekja til heimsfaraldursins, sem hefur sérstaklega haft áhrif á ferðaþjónustuna.

Fyrirtækin uppfylla strangar kröfur:

  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
  • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni t.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.

Rekstrarárin 2020 og 2019 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2018.

Blaðið er opið öllum og hér má nálgast pdf-útgáfuna.

Hægt er að skoða listann í heild sinni og panta vottun á vef Keldunnar.

Kóði og Keldan óska öllum fyrirmyndarfyrirtækjum til hamingju með þennan áfanga!

Deila