Deila

Náðu hámarksárangri með KODIAK Excel

Eitt helsta vinnutæki sérfræðinga á fjármálamarkaði er Microsoft Excel. Það er mikilvægt að geta nýtt eiginleika Excel til að vinna hratt og örugglega úr markaðsgögnum.

KODIAK Excel er viðbót (Excel Plugin) við Microsoft Excel sem gerir notendum kleift að beintengja með einföldum hætti allar mikilvægustu markaðsupplýsingar í rauntíma yfir í eigin Excel skjöl.

KODIAK Excel er ætlað öllum þeim sem nýta Excel til að greina markaðsupplýsingar á fjármálamarkaði, svo sem sérfræðingum fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og verðbréfasjóða.

Helstu kostir KODIAK Excel

  • Einfaldur aðgangur allra gagnapakka sem Kóði safnar.
  • Öll fjárhagsgögn á einum stað með tengingu gagnastrauma úr eigin kerfum með Kodiak Server.
  • Nokkrar áskriftarleiðir í boði fyrir ólíkar þarfir viðskiptavina:
    • Fjármálaþjónustur: markaðsgögn frá Nasdaq OMX Nordic, skuldabréf, gjaldmiðlar, reiknivélar og fleira.
    • Questor: fjárhagsupplýsingar skráðra félaga.
    • Financials: fjárhagsupplýsingar skráðra og óskráðra félaga.

Hér koma nokkur sýnirdæmi úr KODIAK Excel:

Rates
Skjal með upplýsingum hvernig sækja á vexti gjaldmiðla, til dæmis LIBOR, REIBOR, EURIBOR og fleira.
Currencies
Skjalið sýnir veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri, gengisvísitölur og gengi helstu gjaldmiðla gagnvart ISK.
Skjal sem sýnir upplýsingar um forsendur skuldabréfa. Skjalið sýnir einnig notkun á föllum og runum fyrir útreikninga á ávöxtunarkröfu, núvirði, binditíma og fleira.
GEMMAQ Genderlens
Skjal með upplýsingum um kynjahlutföll í leiðtogastörfum fyrirtækja á íslenskum markaði.

Sjá fleiri sýnidæmi þar sem hægt er að sækja dæmaskjöl fyrir Excel.

Leiðbeiningar og uppsetning

Leiðbeiningar við uppsetningu á KODIAK Excel viðbótinni eru aðgengilegar á vefformi og eru settar þannig fram að uppsetning taki sem skemmstan tíma. Notendahandbók er sömuleiðis aðgengileg á sama formi en þar er að finna upplýsingar um öll þau föll sem KODIAK Excel býður upp á.


Viltu prófa KODIAK Excel frítt?

Hafðu samband til að fá frían prufuaðgang í
2 vikur áður en þú ákveður að koma í áskrift.


Deila