Deila

Er þitt fyrirtæki til fyrirmyndar?

Keldan í samstarfi við Viðskiptablaðið tekur saman lista á hverju rekstrarári yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í rekstri. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði til að falla í þennan eftirsóknaverða hóp fyrirtækja.

Rekstrarárin 2022 og 2021 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2020. Þá eru aðrir þættir einnig metnir af Keldunni og Viðskiptablaðinu, til að mynda skil á ársreikningi og rekstrarform.

  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna.
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.

Á vefsíðu Keldunnar undir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri er að finna leitarvél þar sem hægt er að fletta upp með kennitölu fyrirtækis hvort það sé á listanum yfir fyrirmyndarfyrirtæki árið 2023.

Jafnframt má panta vottun fyrir þitt fyrirtæki ef það uppfyllir ofangreind skilyrði.

Meðal þess sem í boði er fyrir fyrirtæki sem eru á listanum:

  • Viðurkenningarskjal á íslensku og ensku.
  • Leyfi til að nota merkið í kynningarefni.
  • Heildarlisti yfir fyrirmyndarfyrirtæki 2022 og lykiltölur.
Deila