Deila

Keldan: fleiri fréttaveitur og fréttavaktin

Keldan er suðupottur frétta og markaðsupplýsinga. Keldan safnar saman og birtir fréttir frá öllum helstu vefmiðlum landsins svo að notendur ættu ekki að missa af neinu. Við fylgjumst vel með og uppfærum vefinn og appið okkar stöðugt til að tryggja öruggt og gott aðgengi að upplýsingum.

Fréttir eru flokkaðar eftir efni og í nýlegri yfirferð bættum við nokkrum vefmiðlum við flóruna hjá okkur. Viðskiptafréttir skipa sérstakan sess á Keldunni af augljósum ástæðum en við söfnum einnig öllum helstu fréttum í flokki almennra frétta, íþróttafrétta, frétta af sjávarútvegi og svo söfnum við þeim hlaðvörpum sem fjalla um viðskiptalífið í víðum skilningi.

Í nýrri útgáfu Keldu appsins er núna hægt að sjá fréttir úr öllum flokkum undir flipanum Fréttir en við höfum fengið góð viðbrögð við þessari viðbót.

Áskrifendur að Keldunni geta þá vaktað fréttaflutning með fréttavakt Keldunnar þar sem hægt er að skrá í vöktun allt að 10 orð eða orðasambönd og þegar fréttir eru birtar sem innihalda orð í vöktun er tilkynning þess efnis send með tölvupósti.

Deila