Deila

Keldan tilnefnd sem besta vörumerkið 2022

Brandr vörumerkjastofa standa árlega að tilnefningu og vali á bestu íslensku vörumerkjunum og er ferlið byggt á akademískri og faglegri nálgun vörumerkjastjórnunar.

Í flokki vörumerkja á fyrirtækjamarkaði hefur Keldan ehf. verið tilnefnd sem besta vörumerkið árið 2022 og er þar í hópi annarra öflugra vörumerkja.

Með vali á BESTU ÍSLENSKU VÖRUMERKJUNUM vill brandr efla umræðu um mikilvægi
góðrar vörumerkjastefnu. Kallað er eftir ábendingum frá almenningi og valnefnd sem
skipuð er sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Valnefnd setur í kjölfarið
fram lista yfir þau vörumerki sem hún metur framúrskarandi. Bestu vörumerkjunum er
síðan veitt viðurkenning.

brandr

Starfsfólk Keldunnar er afar stolt af tilnefningunni sem er mikil viðurkenning á það starf sem hefur verið unnið.

Bestu þakkir til viðskiptavina Keldunnar og til brandr vörumerkjastofu.

Deila