Deila

Keldan: Verðmat á íslenskum fyrirtækjum

Á Keldunni er hægt er að fletta upp fjárhagsupplýsingum nær allra íslenskra fyrirtækja og nú einnig áætluðu verðmati þeirra háð ákveðnum skilyrðum. Nýrri verðmatsvél Keldunnar er ætlað að sýna virði fyrirtækja sem byggt er á núvirtu áætluðu sjóðstreymi til eilífðar í íslenskum krónum.

Frjálst sjóðstreymi er reiknað út frá nýjasta ársreikningi ásamt ávöxtunarkröfu sem byggir á íslenskum og evrópskum markaðsgögnum. Hægt er að breyta ávöxtunarkröfu og eilífðarvexti fyrirtækisins en aðrar forsendur eru fastmótaðar. 

Tilgangur verðmats

Verðmat Keldunnar er til fróðleiks, samanburðar og skemmtunar eingöngu en ekki til ákvörðunartöku um viðskipti. Keldan ehf. ábyrgist á engan hátt niðurstöður verðmats og ættu notendur því ekki að treysta á þær sem slíkar.

Ýmsar ástæður geta legið að baki því að ekki tekst að verðmeta einstök fyrirtæki. Til að mynda geta ársreikningar verið of fáir, gamlir, eða gögn vantað við útreikning frjáls sjóðstreymis eða ávöxtunarkröfu. Þá er verðmat ekki birt ef niðurstöður eru utan þess sem eðlilegt þykir, eða ef atvinnugrein hentar verðmatsaðferð ekki.


Verðmat aðgengilegt áskrifendum

Með áskrift að Keldunni færð þú aðgengilegar og læsilegar fjárhagsupplýsingar um yfir 30 þúsund íslensk fyrirtæki. Mánaðargjald fyrir áskrift að Keldunni er aðeins 4.900 kr. +vsk fyrir allt að 4 notendur.

Hér má skrá sig í áskrift að Keldunni.


Sjá einnig: Fjárhagsupplýsingar um íslensk fyrirtæki

Deila